top of page

Helena og Margrét

Við ákváðum að velja tísku og gera verkefni um hana en maðurinn í umhverfinu hefur borið tískuna inn í samfélagið og ákveður hvað er samþykkt í klæðaburði. Við völdum tísku vegna þess að okkur fannst það áhugavert, öðruvísi og vítt hugtak svo við gátum tekið einhvern ákveðinn þátt í tískunni og fjallað um hann sérstaklega. Okkur fannst skemmtilegt og áhugavert að vinna verkefnið og við lærðum helling af því.

 

 

ÍSLENSKA

Lokaverkefnið okkar heitir Tískan í tímans rás. Við fjöllum aðallega um það hvernig tískan hefur þróast og ákváðum við að taka 20. öldina fyrir til þess að þrengja hugtakið aðeins. Við gerðum texta um hvernig tískan var á 20. öldinni en einnig gerðum við smá texta um hönnuði, fyrirsætur, fatamerki, hvert fatnaðurinn fer sem selst ekki, íslenska hönnun, tískutímarit o.fl. Við gerðum könnun um stolinn fatnað og hringdum í fyrirtæki og fengum upplýsingar um hvert fatnaðurinn fer ef hann selst ekki. Íslensku fyrirtækin kaupa flíkurnar af hönnuðinum en ef þær seljast ekki fara þær yfirleitt inn á lager og svo á outlet eða útsölur. Fyrirsæturnar eru bæði íslenskar og erlendar. Við fundum heimildir á bæði íslensku og ensku.

ENGLISH

Our final project is about fashion and it’s called Fashion in Time. We mainly focus on how fashion has developed and we decided to take the 20th century to narrow the term. We wrote a text about how the fashion was in the 20th century, but we also made a short text about designers, models, clothing brands, the clothes that are not sold, Icelandic design, fashion blogs etc. We did a survey of stolen clothes and we also called a few companies and got information about where the clothes go if they are not sold. The Icelandic companies buy the clothes from the designer but if they are not sold, they usually go into stock and then at outlet or sales. The models are both Icelandic and foreign. We found sources in both Icelandic and English.

DANSK

Vores slutopgave hedder Mode i tidens løb. Vi snakker om hvordan mode har ændret sig i gennem tiden og vi besluttede os for at tage det 20. århundrede for at opgaven ikke blev uoverskuelig. Vi skrev om hvordan mode var i det 20. århundrede men vi også skrev lidt om designere, model, logoer, hvert tøjet går hvis det ikke bliver solgt, islandsk design, modeblog og mere. Vi gjorde en undersøgelse om stjålet tøj og vi ringede til firmaer og fik oplysninger om hvorhen tøjer går hvis de ikke sælges. Islandske firmaer køber tøj fra designeren, men hvis det ikke bliver solgt det normalt går ind på lageret og kommer på outlet eller udsalg. Modellerne er både islandske og udenlandske.

bottom of page